Árið 2024 var fullt af ótrúlegum og skrítnum uppákomum sem gripu athygli landsmanna. Fréttir af tvíförum, tilraunum til að öðlast eilífa æsku og óvæntum uppákomum voru á meðal þess sem fékk fólk til að staldra við
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Árið 2024 var fullt af ótrúlegum og skrítnum uppákomum sem gripu athygli landsmanna. Fréttir af tvíförum, tilraunum til að öðlast eilífa æsku og óvæntum uppákomum voru á meðal þess sem fékk fólk til að staldra við. Hér eru nokkrar af þeim furðulegustu:
Tvífari Herra Hnetusmjörs fannst
Hlölli, íslenskur maður sem þykir sláandi líkur Herra Hnetusmjöri, vakti gríðarlega athygli á liðnu ári eftir að hann spjallaði við stjórnendur Ísland vaknar á K100. Hann er kallaður „Herra Möndlusmjör“ af vinnufélögum sínum.
Temu-lampinn sem var ætur
Umdeildi kínverski netverslunarrisinn Temu vakti mikla athygli á liðnu ári og rataði oft í fréttamiðla auk þess sem fáir fengu frið
...