„Landskjörstjórn telur brýnt að endurskoða með heildstæðum hætti framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega með það í huga að gera hana skilvirkari og öruggari í framkvæmd.“ Svo segir í umsögn…
Kosningar Landskjörstjórn telur að gera eigi framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu skilvirkari og öruggari.
Kosningar Landskjörstjórn telur að gera eigi framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu skilvirkari og öruggari. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Landskjörstjórn telur brýnt að endurskoða með heildstæðum hætti framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega með það í huga að gera hana skilvirkari og öruggari í framkvæmd.“

Svo segir í umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninganna sem fram fóru 30. nóvember sl. en umsögninni var skilað til Alþingis í gær. Þar tekur níu manna undirbúningsnefnd Alþingis við keflinu. Í nefndinni sitja tveir þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Samfylkingu, en einn frá Miðflokki, Flokki fólksins og Framsóknarflokki.

Í umsögninni kemur m.a. fram að þar sem umsýsla við utankjörfundaratkvæðagreiðslu sé umfangsmikil, framkvæmdin viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega hvað varði flutning

...