— Samsett mynd

„Maður heldur að maður sé búinn að lifa allt, en þá er þetta bara rétt að byrja,“ sagði Margrét Hrafnsdóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, búsett í Los Angeles, um gróðureldana sem hafa valdið hamförum þar síðustu daga. Hún ræddi við Jón Axel og Ásgeir Pál um óviðráðanlegar aðstæðurnar í borginni, þar sem samspil þurrka, sterkra vinda og gróðurs hafi skapað sviðsmynd sem menn hefðu aldrei getað ímyndað sér. „Það dugði ekkert sem þeir voru búnir að undirbúa. Það var eins og krækiber úti í móa,“ sagði hún.

Viðtalið er í heild sinni á k100.is.