Á liðinni ævi hef ég oft komist í hann krappan vegna þess að ég hef ekki borið kennsl á fólk sem ég hefði átt að þekkja.
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal

Þórir S. Gröndal

Við, stúdentar úr Verslunarskólanum 1953 (vorum bara 16), ákváðum að fara í utanlandsferð til að fagna útskriftinni. Þetta var ekki algengt á þeim tíma, en við vorum búnir að safna peningum fyrir ferðinni í tvö ár. Siglt var út með nýja Gullfossi til Kaupmannahafnar en heim með danska áætlunarskipinu ms. Dronning Alexandrine. Að koma um borð í Gullfoss var eins og að vera strax kominn til útlanda. Veigar bjórbræðranna Tuborgs og Carlsbergs voru teygaðar af ferðalöngunum af ánægju og áfergju. Það var vel skiljanlegt, því á þeim tíma var áfengur bjór bannaður á Íslandi.

Ekki ætla ég að þreyta ykkur með að segja frá því sem fór fram á meginlandinu, en langar að nefna atvik sem gerðist á leiðinni heim með Drottningunni. Skipið kom við í Færeyjum og komu þar um borð nokkrir farþegar á leið til Reykjavíkur. Eins og við var að búast vorum

...