Rússar gerðu stóra loftárás á orkuiðnað Úkraínu í fyrrinótt og gærmorgun. Skutu Rússar rúmlega 40 eldflaugum á skotmörk víða um Úkraínu, auk þess sem þeir sendu rúmlega 70 sjálfseyðingardróna til árása á landið
Lvív Jaróslava Súkatsj skoðar rústir heimilis síns eftir árás Rússa.
Lvív Jaróslava Súkatsj skoðar rústir heimilis síns eftir árás Rússa. — AFP/Yuriy Dyachyshyn

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Rússar gerðu stóra loftárás á orkuiðnað Úkraínu í fyrrinótt og gærmorgun. Skutu Rússar rúmlega 40 eldflaugum á skotmörk víða um Úkraínu, auk þess sem þeir sendu rúmlega 70 sjálfseyðingardróna til árása á landið.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi árás Rússa og sagði að skotmark Rússa um hávetur væri alltaf hið sama, orkuiðnaðurinn. Sagði Selenskí að loftvarnir Úkraínu hefðu náð að granda að minnsta kosti 30 af eldflaugunum, en þar á meðal voru skotflaugar.

Svítlana Oníshtsjúk, héraðsstjóri í Ívanó-Frankívsk-héraði sem er í vesturhluta Úkraínu, sagði að árásin hefði beinst að mikilvægum innviðum, en að loftvarnir héraðsins hefðu virkað og ástandið væri því undir stjórn. Maksím Kositskí, héraðsstjóri í Lvív-héraði, sagði að

...