Los Angeles Félagið stendur fyrir viðburði á hverjum ársfjórðungi.
Los Angeles Félagið stendur fyrir viðburði á hverjum ársfjórðungi. — Ljósmynd/Agla Friðjónsdóttir

„Íslendingafélagið í Los Angeles hefur verið starfrækt í mörg ár, en starfsemin datt svolítið niður í kórónuveirufaraldrinum,“ segir Agla Friðjónsdóttir sem er formaður félagsins í dag ásamt Tönju Ólafíu Gylfadóttur.

„Félagið hafði alltaf verið mjög virkt og alveg frábært fólk sem sá um það, sem vildi fara að snúa sér að öðru. Ég og vinkona mín Tanja buðumst til að endurvekja félagið og við tókum við stjórninni um mitt síðasta ár,“ segir Agla, en hún flutti til Los Angeles árið 2017.

Ný Íslendingasíða

„Við ákváðum strax að búa til nýja Íslendingasíðu og fórum að safna inn fólki, og núna eru 120 meðlimir skráðir í félagið á síðunni.“

Agla segir að félagsmenn Íslendingafélagsins reyni að hittast einu sinni á

...