Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
„Að gera leiksýningu upp úr skáldsögu er dálítið eins og þýðingarvinna því maður er að þýða úr einu tungumáli yfir á annað. Nú er komið meira en ár síðan við Bjarni Jónsson hófumst handa við leikgerðina og það var áskorun að finna leið til þess að þýða slagkraftinn í bókinni hennar Auðar og undirölduna sem er kraumandi í skáldsögunni hennar,“ segir leikstjórinn Gréta Kristín Ómarsdóttir innt eftir nálgun sinni á verkið Ungfrú Ísland, sem byggist á samnefndri bók Auðar Övu Ólafsdóttur og verður frumsýnt annað kvöld, föstudaginn 17. janúar, á Stóra sviði Borgarleikhússins. Verkið gerist um miðbik síðustu aldar og hverfist að miklu leyti um vinkonurnar Heklu og Íseyju. Hekla þráir að skrifa og gefa verk sín út en það reynist fjarlægur draumur fyrir unga konu á Íslandi á þessum tíma. Draumurinn virðist þó enn fjarlægari fyrir Íseyju, sem er
...