Halldór Marteinn Hjartarson fæddist í Bæ við Steingrímsfjörð 15. maí 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. desember 2024.

Foreldrar Halldórs voru Guðrún Ottósdóttir húsfreyja, f. 14.12. 1899, d. 14.8. 1980, og Hjörtur Samsonarson sjómaður og bóndi, f. 15.4. 1893, d. 19.7. 1971. Systkini Halldórs: Halldóra, Sigrún, Margrét, Finnfríður, Unnur og Hermann, sem öll eru látin, svo og Lilja og Fjóla sem lifa bróður sinn.

Halldór kvæntist 28.12. 1956 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Ástu Sigurbjartsdóttur, f. 31.1. 1936. Foreldrar hennar voru Sigurbjartur Vilhjálmsson húsasmíðameistari og Þuríður Magnúsdóttir húsmóðir, búsett í Hafnarfirði. Börn Halldórs og Sigrúnar eru þrjú: 1) Þuríður Erla, f. 5.3. 1955, gift Kristni Andersen og eiga þau tvo syni, a) Halldór, f. 15.8. 1988, í sambúð með Unni Flemming Jensen og eiga þau einn son,

...