Viðtal
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Ég man þetta mjög skýrt og hef alltaf getað lýst þessum aðstæðum þegar ég hef verið spurð út í atvikið. Þessi dagur 16. janúar er enn rosalega erfiður þótt ég sé orðin fullorðinn. Þennan dag tölum við í fjölskyldunni um þessa atburði þótt foreldrar mínir hafi lengi vel átt mjög erfitt með að ræða þetta. Ég held að það hjálpi manni mikið að segja hlutina upphátt,“ segir Elma Dögg Frostadóttir þegar blaðamaður Morgunblaðsins sest niður með henni á heimili hennar í Grafarholtinu í Reykjavík.
Þjóðarathygli vakti þegar fréttir bárust af björgun Elmu úr snjóflóðinu í Súðavík en hún hafði legið föst í rústum æskuheimilisins í 15 klukkutíma. Björgun þessarar 14 ára gömlu stúlku var ein fárra góðra frétta sem landanum bárust frá
...