Páll Andrés Andrésson hefur verið á fullu í félagsmálum í yfir 50 ár og ekki sér fyrir endann á því nema síður sé. Hann ræktar sköpunarhæfileikana með hópi manna þrisvar í viku og heldur utan um mánaðarlega kaffifundi Aðdáendaklúbbs Loftleiða auk annarra félagsstarfa
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Páll Andrés Andrésson hefur verið á fullu í félagsmálum í yfir 50 ár og ekki sér fyrir endann á því nema síður sé. Hann ræktar sköpunarhæfileikana með hópi manna þrisvar í viku og heldur utan um mánaðarlega kaffifundi Aðdáendaklúbbs Loftleiða auk annarra félagsstarfa.
Þrjá morgna í viku er Páll, sem er 85 ára, í smíðastofu í frístunda- og félagsstarfi fullorðinna í Árskógum 4 í Breiðholti. „Ég hef dundað mér hérna við að saga út Íslandskort og kort af Lúxemborg, tálga fugla og fleira í nokkur ár,“ segir hann, en þegar mest er mæta 16 manns. „Hér eru listamenn á heimsmælikvarða, menn sem ætti að stoppa upp, því þeir eru svo flottir.“
Gott líf í Lúx
Páll lærði
...