Samsýningin Veðrun á verkum félaga í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara, verður opnuð á morgun, föstudaginn 17. janúar, kl. 17 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025 sem stendur til 26
Annáluð óþolinmæði Sýningin stendur til 16. mars.
Annáluð óþolinmæði Sýningin stendur til 16. mars. — Ljósmynd/Hallgerður Hallgrímsdóttir

Samsýningin Veðrun á verkum félaga í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara, verður opnuð á morgun, föstudaginn 17. janúar, kl. 17 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025 sem stendur til 26. janúar.

Í tilkynningu segir að sýningunni sé ætlað að leggja fram hugleiðingar um stöðu ljósmyndunar í samtímalist og í listasögunni. Þá kanni sýningin einnig hvernig hægt sé að skilgreina ljósmyndun á óhefðbundinn hátt þar sem listamennirnir kanni tengsl mannsins við umhverfi sitt.

„Í verkunum sjáum við ummerki eftir manninn en mannveran er hvergi sjáanleg. Sýningin kannar áhrif mannsins á náttúruna og umhverfið. Sýndar verða ljósmyndir af yfirgefnu landslagi þar sem við sjáum einungis óhlutbundin eða hlutbundin ummerki, ýmist í náttúrunni, innanhúss, í borgarlandslaginu eða samfélagslegu samhengi.“ Alls sýna 16 ljósmyndarar verk sín á sýningunni sem er opin alla daga en sýningarstjóri er Daría Rós

...