Andrés Magnússon
Efnið á Netflix er mjög misjafnt að gæðum, megnið B-myndir, of mikið af C-myndum, en lítið af úrvalsefni, þó auðvitað sé það til og líka gullmolar úr fortíð ef vel er að gáð.
Því er enn ánægjulegra að sjá þar nýtt efni í fremstu röð, en það á við um þáttaröðina American Primeval.
Þar segir af „forsögulegum“ atburðum í landnámi Norður-Ameríku, sem byggðir eru á atburðum í mormónastríðinu 1857-1858, samtvinnuð við söguþráð aðalpersóna á flótta undan eigin fortíð og í (frekar vonlausri) leit að nýju og betra lífi.
Hvort tveggja er athyglisverð saga, en fyrst og fremst eru þær umgjörð um grimmd mannsins í grimmum og löglausum heimi. Kannski gott að lesa Leviathan eftir Hobbes bæði á undan og eftir.
Atburðarásin hverfist um raunveruleg fjöldamorð, skefjalausa slátrun, en ódæðin, manndráp, nauðganir, sjálfsmorð og
...