Það er ekki að undra að stjórnmálaflokkarnir standi valtir og eigi erfitt með að fóta sig.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson

Það er pólitísk upplausn sem ríkir um víða veröld. Hún hóf innreið sína hér með nýrri öld. Ísland stendur í miðri þessari hringiðu og flest þau grunngildi sem við studdumst við og trúðum á eru gleymd og grafin. Það er því ekki að undra að stjórnmálaflokkarnir standi valtir og eigi erfitt með að fóta sig. Allir með sama merki á enni og brjósti. Milljarðahugsun.

Hvenær yfirtóku tröllin pólitíkina? Enginn nennir lengur að tala fyrir því sem er smátt og fagurt. EES-samningurinn opnaði landið út og inn og allir gammarnir vilja nú komast í íslensku náttúruna, hið hreina og óspjallaða land, auðlindirnar okkar. Nú er ég glaður var haft eftir athafnaskáldinu Einari Benediktssyni: „Ég á milljón.“ „Þeir seldu fiskinn í sjónum og gáfu gullin mín,“ syngja Fjallabræður í laginu Freyja mín. Tröllaukin tækni og milljarðar

...