Fagna má lausn gísla, en friður kemst ekki á fyrr en Hamas er sigrað

Fregnum um að samningar hafi tekist um vopnahlé á Gasasvæðinu hefur víða verið fagnað; bæði því að hernaðinum linni, en einnig hinu að Hamas hyggist láta gísla lausa.

Af biturri reynslu er þó rétt að taka slíkum fregnum af varfærni. Ísraelska þingið Knesset hafði ekki einu sinni tekið samkomulagið til umfjöllunar þegar það sem eftir lifir af hryðjuverkasamtökum Hamas reyndi að ganga á lagið og vopnahléið var í uppnámi, þó enn bindi menn vonir við að það taki gildi á sunnudag.

Bandaríkjastjórn hefur mánuðum saman reynt að koma á slíku vopnahléi án árangurs, en Hamas hafnaði því hvað eftir annað. Það er því skiljanlegt að Biden Bandaríkjaforseti hafi reynt að eigna sér heiðurinn af því, en staðreyndin er sú að það var íhlutun Donalds Trumps, sem tekur við forsetaembætti á mánudag, sem öllu breytti.

Trump hét „helvíti á jörðu“ ef gíslum yrði ekki sleppt fyrir embættistökuna 20. janúar og það virðist hafa orðið til þess að Hamas lét loks undan. Það

...