Ljósvaki sá ekki nægilega mikið af nýjum kvikmyndum á síðasta ári, þeim mun fleiri eldri, en sú skemmtilegasta (og þar með besta?) kom úr nokkuð óvæntri átt. Gamanmyndin Kneecap fær þann heiður
Írska Meðlimir hljómsveitarinnar Kneecap.
Írska Meðlimir hljómsveitarinnar Kneecap. — AFP/Benjamin Cremel

Gunnar Egill Daníelsson

Ljósvaki sá ekki nægilega mikið af nýjum kvikmyndum á síðasta ári, þeim mun fleiri eldri, en sú skemmtilegasta (og þar með besta?) kom úr nokkuð óvæntri átt. Gamanmyndin Kneecap fær þann heiður.

Hún er sannsöguleg, væntanlega með töluverðu skáldaleyfi, og fjallar um samnefnda rapphljómsveit hvers meðlimir verða andlit réttindabaráttu á Norður-Írlandi. Réttindabaráttu sem sneri að því að írska yrði formlega viðurkennd sem opinbert tungumál þar í landi.

Kneecap rappar nefnilega fyrst og fremst á írsku og gerir það eftir því sem næst verður komist vel, mjög vel jafnvel. Hljómsveitir sem rappa á írsku eru ekki á hverju strái og því þótti óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn; hljómsveitarmeðlimirnir þrír leika

...