Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að koma liðinu á stórmót á næstu árum. Hann segir að raunhæfast sé að koma því á EM árið 2028. „Þá verða ungu strákarnir komnir á sinn besta aldur en við setjum að…

Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að koma liðinu á stórmót á næstu árum. Hann segir að raunhæfast sé að koma því á EM árið 2028. „Þá verða ungu strákarnir komnir á sinn besta aldur en við setjum að sjálfsögðu stefnuna líka á heimsmeistaramótið 2026,“ segir Arnar sem hefur verið ráðinn til þriggja ára en stefnir á að þjálfa liðið mun lengur en það. » 26