Jón Jens Kristjánsson heyrði af vatnsflóði við Kattarhryggi, þar sem ferðafólki var bjargað af þaki bíla. Hann leggur út af alkunnu kvæði Hannesar Hafsteins Við Valagilsá er hann yrkir: Hefur þú komið að Kattarhrygg þá hvíttyppta snjóbráðin flýtur…

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Jón Jens Kristjánsson heyrði af vatnsflóði við Kattarhryggi, þar sem ferðafólki var bjargað af þaki bíla. Hann leggur út af alkunnu kvæði Hannesar Hafsteins Við Valagilsá er hann yrkir:

Hefur þú komið að Kattarhrygg þá

hvíttyppta snjóbráðin flýtur

hyldýpi virðist og vegöxlin há

verður á kafi í straumunum blá

og vindöldu stöðugt við bakkana brýtur

ferðlúnum tekur hún fagnandi móti

farkostur lyftist í hvínandi róti

eilítil tjörn sem var aðeins í rist

er orðin að

...