„Þessi óvissa sem upp er komin er algerlega óþolandi og ólíðandi fyrir okkar samfélag og þessa kyrrstöðu verður að rjúfa strax,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Þessi óvissa sem upp er komin er algerlega óþolandi og ólíðandi fyrir okkar samfélag og þessa kyrrstöðu verður að rjúfa strax,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. Leitað var álits hans á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll sl. miðvikudag, þar sem virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá var úr gildi fellt.

„Ef þessi niðurstaða stendur þarf væntanlega að breyta lögunum því við hér á Íslandi getum ekki búið við þá stöðu að ekki sé hægt að reisa vatnsaflsvirkjanir. Það hefur verið skortur á raforku í nokkur ár og því miður eru enn nokkur ár í að ný raforka komi inn á kerfið, þannig að við erum í virkilega viðkvæmri stöðu núna sem birtist okkur m.a. í miklum verðhækkunum á raforku síðustu misserin, eins

...