Jón Erik Sigurðsson, landsliðsmaður í alpagreinum, hélt áfram að gera það gott á mótum Alþjóðaskíðasambandsins á Ítalíu í fyrradag. Hann fékk þá silfurverðlaun á stórsvigsmóti í Pozza di Fassa og komst þar með á verðlaunapall í þriðja skipti á tæpri viku

Jón Erik Sigurðsson, landsliðsmaður í alpagreinum, hélt áfram að gera það gott á mótum Alþjóðaskíðasambandsins á Ítalíu í fyrradag. Hann fékk þá silfurverðlaun á stórsvigsmóti í Pozza di Fassa og komst þar með á verðlaunapall í þriðja skipti á tæpri viku. Hann fékk sína bestu FIS-punkta í stórsvigi, 43,16. Bjarni Þór Hauksson hafnaði í tíunda sæti á mótinu.

Knattspyrnumaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur samið við enska C-deildarfélagið Burton Albion og leikur með því út þetta tímabil en samningur hans við Wrexham í sömu deild var að renna út. Burton er neðst í deildinni en sex Íslendingar eru á meðal eigenda félagsins.

Jón Breki Guðmundsson, 16

...