Óvissa ríkti í gærmorgun um framtíð fyrirhugaðs vopnahlés á Gasasvæðinu eftir að ríkisstjórn Ísraels sakaði hryðjuverkasamtökin Hamas um að vilja endursemja um nokkra þætti vopnahléssamkomulagsins og ganga þar með á bak orða sinna
Jerúsalem Efnt var til mótmæla í Jerúsalem í gær, þar sem andstæðingar vopnahlésins mótmæltu samkomulaginu.
Jerúsalem Efnt var til mótmæla í Jerúsalem í gær, þar sem andstæðingar vopnahlésins mótmæltu samkomulaginu. — AFP/John Wessels

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Óvissa ríkti í gærmorgun um framtíð fyrirhugaðs vopnahlés á Gasasvæðinu eftir að ríkisstjórn Ísraels sakaði hryðjuverkasamtökin Hamas um að vilja endursemja um nokkra þætti vopnahléssamkomulagsins og ganga þar með á bak orða sinna. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á Gasasvæðið í gær, og sögðu talsmenn hersins að þeir hefðu gert um fimmtíu loftárásir á undangengnum sólarhring.

Sagði í yfirlýsingu frá ísraelska forsætisráðuneytinu að ríkisstjórnin yrði ekki kölluð saman til að samþykkja samkomulagið fyrr en milligönguþjóðirnar þrjár, Katar, Egyptaland og Bandaríkin, gætu fullvissað Ísraelsmenn um að Hamas-samtökin myndu samþykkja alla þætti þess.

Ekki var sérstaklega tilgreint í yfirlýsingu ísraelska forsætisráðuneytisins hvaða þætti samkomulagsins væri um að ræða, en ísraelskir fjölmiðlar sögðu þá snúa að tilhögun þess hvernig gíslum Hamas-samtakanna

...