Ný sýning á vídeóverkum Ragnars Kjartanssonar verður opnuð á morgun í i8 Granda undir yfirskriftinni Brúna tímabilið. Sýningin varir í heilt ár eða til 18. desember og mun taka ýmsum breytingum yfir árið
Fiktar Brúna tímabilið er árslöng sýning sem tekur breytingum og einkennist af tilraunamennsku en i8 Grandi er stutt frá vinnustofu Ragnars.
Fiktar Brúna tímabilið er árslöng sýning sem tekur breytingum og einkennist af tilraunamennsku en i8 Grandi er stutt frá vinnustofu Ragnars. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Myndlist

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Ný sýning á vídeóverkum Ragnars Kjartanssonar verður opnuð á morgun í i8 Granda undir yfirskriftinni Brúna tímabilið. Sýningin varir í heilt ár eða til 18. desember og mun taka ýmsum breytingum yfir árið. Í raun ríkir fullkomin óvissa um hverju fólk megi eiga von á.

„Það að vera með sýningu sem stendur í heilt ár er mjög spennandi áskorun því maður hugsar sýninguna með allt öðrum hætti. Formið er lifandi. Hér er ég að leika mér með rýmið sem framlengingu á vinnustofu minni sem er rétt hjá. Þetta er kjörið tækifæri til að prófa sig áfram með hugmyndir og rugl. Maður er með mörg járn í eldinum sem

...