Getur ríkisstjórnin vænst fulls stuðnings Sjálfstæðisflokksins svo lengi sem markmiðinu verður ekki náð með auknum álögum á vinnandi fólk og fyrirtæki.
Vilhjálmur Árnason
Vilhjálmur Árnason

Vilhjálmur Árnason

Tæpur mánuður er liðinn frá því að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við völdum. Stjórnarsáttmálinn sem þá var kynntur er meira í líkingu við óskilvirka markmiðasetningu sem unnin er án aðstoðar markþjálfa. Hvernig, hvenær og hvað þarf til svo markmiðum verði náð er látið ósagt. Planið margumtalaða er enn í felum. Spurningum eins og hvernig eigi að viðhalda einum bestu lífskjörum heims og hvernig áfram megi bæta okkar góða samfélag er enn ósvarað. Vona má að planið góða sé í smíðum en á meðan bíður þjóðin eftir því að fá að sjá á spilin.

Undirritaður viðurkennir fúslega að það sem þó hefur heyrst frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar hljómar um margt ákjósanlegt og má leyfa sér að hlakka til að vinna að framgangi þeirra mála á Alþingi. Má þar fyrst nefna áherslu ríkisstjórnarinnar á hagræðingu og

...