Alexander J. Hjálmarsson hjá AKKUR – Greiningu og ráðgjöf hefur tekið saman eignasafn hlutabréfasjóða miðað við stöðuna í desember 2024.
Í greiningu hans kemur fram að þegar eignasöfn sjóðanna í OMXI15-félögum (úrvalsvísitölunni) eru skoðuð, þá eru almennt sjóðirnir yfirvigtaðir í bréfum Alvotech en undirvigtaðir í Arion banka, Íslandsbanka og sameinuðu félagi JBT Marel.
Þegar hann skoðar OMX All Shares þá kemur í ljós að ekkert félag er augljóslega yfirvigtað en JBT Marel, Íslandsbanki og sjávarútvegsfélögin í heild sinni undirvigtuð.
Í samtali við Morgunblaðið segir Alexander: „Ef við tökum saman heildareignarhald sjóðanna var Alvotech langstærsta eignin þeirra um áramótin, tæplega 16% af heildareignum þeirra. Þar á eftir komu Arion banki og JBT Marel. Hafa þarf í huga að
...