Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir – Adda Steina, prestur við Neskirkju í Reykjavík, lætur í júnílok í sumar af því starfi, sem hún hefur gegnt síðastliðin níu ár. Þórir Guðmundsson eiginmaður hennar, þekktur fyrir störf við fjölmiðla og…
Steinunn Arnþr. Björnsdóttir
Steinunn Arnþr. Björnsdóttir

Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir – Adda Steina, prestur við Neskirkju í Reykjavík, lætur í júnílok í sumar af því starfi, sem hún hefur gegnt síðastliðin níu ár. Þórir Guðmundsson eiginmaður hennar, þekktur fyrir störf við fjölmiðla og hjálparstörf, fer til verkefna í Bandaríkjunum á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins og ætla þau hjón þá að flytja vestur um haf.

„Þetta hefur verið góður tími hér í Vesturbænum, sem ég hef raunar alla tíð haft sterk tengsl við þótt ég sé alin upp annars staðar. Leiðin hefur oft legið hingað. Aðstaðan hér í kirkjunni er með ágætum, samstarfsfólkið frábært og safnaðarstarfið mjög lifandi. Og nú er áhugavert að róa á ný mið,“ segir Adda Steina í samtali við Morgunblaðið.

Áður en Adda Steina kom til starfa í Neskirkju starfaði hún í nokkur ár við Hjallakirkju í Kópavogi og þar áður

...