Friðjón R. Friðjónsson
Það er kannski til að æra óstöðugan að gera athugasemd við umsýslu kosninga hér á landi en allt bendir til þess að í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári verði þúsundir einstaklinga ranglega á kjörskrá.
Snemma á síðasta ári leiðrétti Hagstofan tölur um hve margir búa á Íslandi, samkvæmt frétt Hagstofunnar voru reikniaðferðir um mannfjölda endurbættar og fækkaði við það íbúum hér á landi um 15.245. En þessi leiðrétting náði ekki til Þjóðskrár sem hélt áfram að telja vitlaust og telur enn að þessir rúmu 15 þúsund manns, flestir erlendir ríkisborgarar, búi hér á landi og líklega fleiri til, því villan ágerist með hverjum mánuði sem líður.
Það er bagalegt að stjórnvöld gefi tvær ólíkar tölur um hve margir búa á landinu en það sem er verra er að Þjóðskrá, stofnunin sem telur
...