María Kristjánsdóttir fæddist 19. mars 1944 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún lést á Borgarspítalanum 27. desember 2024.
Hún var dóttir hjónanna Kristjáns Andréssonar, f. 1914, d. 1980, og Salbjargar Magnúsdóttur, f. 1919, d. 1987, fulltrúa, sem bjuggu á Vörðustíg 7 í Hafnarfirði. María var næstelst sex systkina, Loga, Jóhanns sem lést 1979, Bergljótar, Andrésar og Katrínar.
María útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964 og lauk námi í leikstjórn og leikhúsfræðum 1970 frá Theaterhochschule „Hans Otto“ í Leipzig og praktísku námi við Deutsches Theater, Berlin og Gerhard-Hauptmann Theater í Görlitz. 2009-2011 var hún við meistaranám í almennum bókmenntum við Háskóla Íslands.
Hún starfaði sem sjálfstæður leikstjóri frá 1970 hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi
...