Guðmundur Magnús Agnarsson fæddist á Sauðárkróki 20. maí 1942. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 31. desember 2024.
Foreldrar hans voru Agnar Ásbjörn Jónsson, f. 1907 á Akureyri, d. 1974, og Þuríður Vilborg Rósantsdóttir, f. 1904 í Strandasýslu, d. 1989. Guðmundur átti tvær systur, þær Ólafíu Elísabetu, f. 1932, d. 2016, og Róslaugu Jónínu, f. 1940, d. 2015.
Fjölskyldan flutti til Ísafjarðar 1946 þegar Agnar faðir hans tók við bústjórastarfi á Seljalandsbúinu á Ísafirði.
Guðmundur giftist Kristrúnu Sigfríði Guðfinnsdóttur frá Bolungarvík 7. apríl 1964. Kristrún og Guðmundur leigðu fyrstu árin í Bolungarvík. Árið 1967 flutti þau inn í nýtt hús að Höfðastíg 20 í Bolungarvík. Þar bjuggu þau til 1982 er þau fluttu til Ísafjarðar og síðan til Grindavíkur þar sem þau bjuggu frá lokum árs
...