Forsætisráðherra Breta, Keir Starmer, og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti undirrituðu í gær nýtt samkomulag um varnarsamstarf til næstu hundrað ára, en Starmer heimsótti Kænugarð í gær.
Starmer sagði að samkomulagið væri sögulegt og hið fyrsta sinnar tegundar. Þá undirstrikaði það þann mikla samhug sem ríkti á milli ríkjanna tveggja. Ríkin tvö skuldbinda sig samkvæmt samkomulaginu til þess að auka varnarsamstarf sitt á sama tíma og Bretar heita því að styðja við hergagnaiðnað Úkraínu. Þá er tekið fram í samkomulaginu að Bretar líti á Úkraínu sem bandalagsþjóð sem verði aðili að Atlantshafsbandalaginu í framtíðinni.
Selenskí sagði að tengsl Úkraínu og Bretlands væru nú nánari en nokkru sinni fyrr og sagði að samkomulagið væri mjög ítarlegt.
Bretar hafa nú þegar
...