Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Öllum stjórnmálaflokkum er hollt að hugsa og meta hvaða erindi þeir eiga við samfélagið – og um leið hvernig þeir miðla erindi sínu. Þetta þýðir ekki að stefnan sé ekki til staðar, að viðkomandi flokkur hafi tæmt málefnaskrána eða farið af leið. Að hugsa og meta erindi krefst þess hins vegar að flokksfólk staldri öðru hvoru við og hugleiði með gagnrýnum hætti hvað megi gera betur. Mögulega kann niðurstaðan að vera sú að allt sé í góðum farvegi og rétt sé að halda áfram á sömu braut en lifandi stjórnmálaflokkur hræðist ekki skynsamlegar breytingar heldur hugsar hlutina upp á nýtt, tekur erfiðar ákvarðanir og hefur kjark til að hrinda þeim í framkvæmd.

Þetta þurfa fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum að gera reglulega og við sem einstaklingar endurskoðum margt í lífi okkar ekki síst um áramót. Það að staldra við og meta stöðuna felur ekkert annað í sér en einmitt það, að meta hvað megi betur fara.

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir