Guðríðarkirkja Fjöldi lagði leið sína á minningarstund í gærkvöldi þar sem fórnarlamba snjóflóðsins var minnst.
Guðríðarkirkja Fjöldi lagði leið sína á minningarstund í gærkvöldi þar sem fórnarlamba snjóflóðsins var minnst. — Morgunblaðið/Eggert

„Vigdís forseti sagði á sínum tíma: Missir eins er missir okkar allra,“ sagði Leifur Ragnar Jónsson, prestur við Guðríðarkirkju í Grafarholti, í gærkvöldi þar sem minningarstund var haldin af því tilefni að 30 ár voru liðin frá mannskæða snjóflóðinu í Súðavík.

„Við munum ekki gleyma þessum degi, né þeim sem fórust, né þeim sem áttu og eiga um sárt að binda. Við munum heldur ekki gleyma þeim sem komu til hjálpar og lögðu líf sitt undir til að bjarga,“ sagði Leifur. Auk hans þjónuðu við athöfnina María Rut Baldursdóttir, prestur við Guðríðarkirkju, og Karl V. Matthíasson, fyrrverandi sóknarprestur við kirkjuna.

Þeirra fjölmörgu björgunarsveitarmanna, viðbragðsaðila og allra þeirra sem komu að björgunar- og hjálparstarfi var einnig minnst.

Karl rifjaði stuttlega upp aðstæður á Vestfjörðum

...