Sigurlaug Erla Pétursdóttir fæddist 8. maí 1934 á Árbakka á Hvammstanga.
Hún lést á hjúkrunardeild sjúkrahússins á Hvammstanga 6. janúar 2025.
Erla, eins og hún var kölluð, var dóttir hjónanna Auðbjargar Gunnlaugsdóttur húsmóður og kaupkonu, f. á Geitafelli 3. okt. 1911, d. 1980, og Péturs Gunnarssonar sjómanns og bónda, f. í Viðey 21. júlí 1889, d. 1946, systkini Erlu: María, f. 1932, Auðbjörg, f. 1933, Gunnlaugur, f. 1935, Guðrún, f. 1939, og Soffía, f. 1941, af þeim er aðeins Guðrún á lífi.
Ögn Jónína Gunnlaugsdóttir, f. 31. ágúst 1894, d. 1987, móðursystir Erlu, og maður hennar Guðmundur Arason, f. 1. ágúst 1893, d. 1961, tóku hana í fóstur aðeins tveggja ára gamla, áður hafði hún verið um tíma í Grænahvammi. Hjá þeim heiðurshjónum á Illugastöðum á Vatnsnesi bjó hún við gott atlæti og kallaði
...