Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Skagi, móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og Íslenskra verðbréfa, hefur verið í miklu umbreytingarferli í kjölfar sameiningar VÍS og Fossa, sem lauk í október árið 2023. Um síðastliðin áramót lauk formlega flutningi tryggingarekstrar í dótturfélagið VÍS tryggingar hf. og er samstæðan því komin í sitt framtíðarhorf.
Unnið hefur verið að því að samþætta starfsemi eininga innan samstæðunnar með það að markmiði að nýta sóknarfæri sem myndast til tekjuaukningar samhliða því að halda aftur af kostnaðarhækkunum. Nýlegar aðgerðir til þess að auka hagkvæmni leiða til 300 milljóna króna árlegs sparnaðar þegar áhrif þeirra eru komin fram að fullu.
Spurður hvort hagræðingaraðgerðum innan samstæðunnar sé lokið segir
...