Guðjón Haraldsson fæddist á Hólmavík 29. mars 1938. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum Mosfellsbæ 29. desember 2024.

Guðjón var fjórði í röð tólf systkina, foreldrar hans voru þau Haraldur Hafsteinn Guðjónsson og Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir.

Guðjón bjó til átta ára aldurs á Hólmavík en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1951 keypti fjölskyldan býlið Markholt í Mosfellsbæ og settist þar að.

Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Nína Schjetne, f. 1942, en þau gengu í hjónaband 31. janúar 1960. Börn þeirra hjóna eru fimm:

1. Helga Guðjónsdóttir, f. 1959, fyrri maki Geir Helgi Geirsson, f. 1953, d. 2007. Maki Ómar Ingvarsson, f. 1953. Börn Helgu eru: Guðjón Reyr, f. 1978, Eybjörg, f. 1982, Nína Björk, f. 1983 og Geir Jóhann, f. 1993. 2. Marta

...