„Það er öflugt að byrja mótið á sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson við Morgunblaðið eftir sigurinn örugga gegn Grænhöfðaeyjum í gærkvöld.

„Heilt yfir fannst mér þetta öflugt hjá okkur þótt það sé margt sem við getum bætt. Ég er glaður yfir að vinna fyrsta leikinn.

Mér fannst við spila góða og þétta vörn, Viktor varði mörg skot og við fengum mikið af hraðaupphlaupum.

Við vorum líka mjög hreyfanlegir í sókninni og opnuðum vörnina þeirra,“ sagði Orri Freyr sem var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk.

Mættum á fullu í leikinn

„Þetta var fínt, við mættum á fullu í leikinn og kláruðum þetta.

...