En það er að vísu öðrum þræði vegna þess að ég á svo ofboðslega mikið af fallegum sokkum að synd væri að hafa þá á hælunum.
Pistill
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Ég gleymi mér stundum í dagdraumum mínum. Það verður bara að segjast eins og er. Í vikunni fór ég allt í einu að hugsa um Jóa útherja, sem Ómar Ragnarsson söng um af svo miklu listfengi um árið, og því lauk með þeim ósköpum að ég hrópaði upp yfir mig hér í vinnunni: Upp með sokkana!
Ekki nóg með það, ég henti líka í: Út af með Albert! Eða var það: Inn á með Albert? Man það ekki nógu vel.
Samstarfsmönnum mínum brá að vonum í brún og einum varð að orði: „Er einhver leikur í gangi?“
Ekki þannig, ég var bara að brýna sjálfan mig, enda umsjónarmaður af annarri deild hér á blaðinu með svipuna á mér og ég þurfti að
...