Þegar ég var lítill var ég alltaf hræddur er forvitnilegur titill á ljóða- og örsögubók. Gunnar Randversson segir hann hafa komið til sín og hann farið að vinna út frá titlinum. „Það gerist yfirleitt þannig, stundum getur jafnvel eitt orð komið öllu af stað,“ segir Gunnar en þetta er hans fimmta ljóðabók, auk þess sem hann hefur sent frá sér eitt smásagnasafn.
– Varstu sjálfur hræddur sem barn?
„Nei, þetta er ekki byggt á eigin reynslu,“ svarar Gunnar brosandi. „Bara hreinn skáldskapur.“
Það er bókaútgáfan Sæmundur sem gefur bókina út en þetta er fyrsta bók Gunnars sem kemur út hjá henni. „Ég leitaði til Bjarna Harðarsonar og hann tók mér vel og vildi gefa bókina út. Ég er mjög ánægður með að hafa komist að hjá
...