„Þetta er mjög stórt skref og það er afar ánægjulegt að geta komið upp öruggum valkosti á leigumarkaði fyrir félaga VR,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR, en fyrstu íbúðir í nýjum fjölbýlishúsum íbúðafélagsins VR Blævar í Úlfarsárdal voru afhentar leigjendum í gær
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er mjög stórt skref og það er afar ánægjulegt að geta komið upp öruggum valkosti á leigumarkaði fyrir félaga VR,“ segir Halla Gunnarsdóttir formaður VR, en fyrstu íbúðir í nýjum fjölbýlishúsum íbúðafélagsins VR Blævar í Úlfarsárdal voru afhentar leigjendum í gær. Nadia Tamimi, einstæð móðir með tvö börn á unglingsaldri, fékk fyrstu íbúðina afhenta.
Alls eru íbúðir VR Blævar 36 talsins og skiptast á milli tveggja nýrra fjölbýlishúsa.
...