Valur tekur á móti spænska liðinu Málaga á Hlíðarenda í dag klukkan 16.30 en þetta er seinni leikur liðanna um sæti í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Valskonur náðu óvæntu jafntefli, 25:25, gegn þessu sterka liði á Spáni um…
Mikilvæg Thea Imani Sturludóttir jafnaði fyrir Val í lokin á Spáni.
Mikilvæg Thea Imani Sturludóttir jafnaði fyrir Val í lokin á Spáni. — Morgunblaðið/Karítas

Valur tekur á móti spænska liðinu Málaga á Hlíðarenda í dag klukkan 16.30 en þetta er seinni leikur liðanna um sæti í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Valskonur náðu óvæntu jafntefli, 25:25, gegn þessu sterka liði á Spáni um síðustu helgi en Málaga vann keppnina árið 2021 og fékk silfur árið 2022. „Við þurfum að fá fullt af fólki á Hlíðarenda og eiga annan eins leik og á Spáni til að vinna,“ segir Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals.