Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik og skoraði sín fyrstu mörk á stórmóti í handbolta er Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34:21, í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn var
Í Zagreb
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik og skoraði sín fyrstu mörk á stórmóti í handbolta er Ísland sigraði Grænhöfðaeyjar, 34:21, í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn var.
„Ég var með góða tilfinningu í gegnum daginn og það var gaman að fá að koma inn á og spila fyrsta leik á stórmóti. Það var mikil gleði. Þetta var svipað og fyrir aðra leiki, maður er alltaf með smá fiðring á leikdegi en þegar maður er kominn inn á völlinn hverfur fiðringurinn eftir eina eða tvær sóknir. Þá er þetta bara handboltaleikur,“ sagði Þorsteinn við Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í Zagreb.
Þorsteinn skoraði tvö mörk í leiknum með neglum fyrir
...