Óviðunandi er að 30 ár líði frá sorgaratburði eins og snjóflóðunum í Súðavík þar til hafin er sjálfstæð rannsókn á þeim. Alþingi brást vel og skynsamlega við tilmælunum frá forsætisráðherra.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Í ársbyrjun hóf störf þriggja manna rannsóknarnefnd á málsatvikum í tengslum við hörmulega snjóflóðið sem féll í Súðavík 16. janúar 1995. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis flutti tillögu um nefndina, var hún samþykkt 30. apríl 2024 og valdi alþingi síðan nefndarmenn.

Hlutverk þeirra er að draga saman og búa til birtingar upplýsingar um málsatvik í Súðavík í því augnamiði að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda. Lýsa á (1) hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, hvernig skipulagi byggðar var háttað með tilliti til snjóflóðahættu, gerð hættumats og hvernig staðið var að upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa Súðavíkur; (2) fyrirkomulagi

...