Grétar Sigurbjörnsson fæddist 9. mars 1959. Hann lést 2. janúar 2025.

Útför Grétars fór fram 15. janúar 2025.

Elsku Grétar frændi. Mikið var erfitt að fá símtalið frá pabba um að Grétar bróðir væri dáinn. Aldrei gat mér dottið það í hug að setjast niður og skrifa minningarorð um þig kæri frændi.

Fyrstu minningarnar um þig voru þegar þú þjálfaðir okkur Svavar og strákana, Svavar var Schmeichel, Þór var Cantona og ég Giggs, þetta lagðir þú upp með enda einn mesti Man. Utd-maður sem ég þekki. Mikið var gott að geta farið með ykkur Sessý og systkinum þínum á Old Trafford núna í nóvember og sjá okkar lið vinna 4-0, þar ljómaðir þú og var þetta frábær ferð.

Samband okkar var ekki eins og þú værir föðurbróðir minn, það var miklu meira en það enda sást það greinilega

...