Heiðbrá Ólafsdóttir
Einn af hornsteinum lýðræðisríkja er hið dýrmæta tjáningarfrelsi einstaklingsins sem leggur um leið þá kröfu á hann að bera ábyrgð á þeim orðum sem hann lætur falla. Það er að mörgu leyti grundvallarkrafa hvers samfélags að vera sjálfur sér samkvæmur, maður orða sinna.
Orðum stjórnmálamanna, sér í lagi í kosningabaráttu, fylgir ríkari ábyrgð þegar þau eru sett fram í búningi kosningaloforða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt vega orð stjórnmálamanna þungt, orð þeirra fyrir kosningar og efndir að kosningum loknum eiga að fara saman.
Kjósendum skal í það minnsta vera ljóst af málflutningi og gjörðum stjórnmálamanna sem eiga í hlut að þeir hafi ætlað sér að standa við loforð sín. Það er einfaldlega skýlaus krafa kjósenda, því um hvað var annars verið að kjósa? Jú, um það
...