Fólk hefur beðið í ofvæni, eins og í Eyjum forðum, eftir bátum til að komast á brott. Sumir komu of seint eða komust ekki að og bátarnir ekki snúið til baka. Hvað varð um þá sem sluppu?

Bátafloti Vestmannaeyja gegndi lykilhlutverki í björgunarstarfi í Eyjum þegar gos hófst þar 23. janúar 1973. Árið 2010 hófst söfnun frásagna Vestmanneyinga, tæplega 5.000 manns, af sögulegum flótta þeirra til Þorlákshafnar í skjóli nætur. Það voru Eyjakonurnar Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Helga Hallbergsdóttir sem ýttu verkefninu úr vör á vegum byggðasafnsins Sagnheima. Síðar tók Ingibergur Óskarsson við keflinu. Hann lét sér detta í hug að skrá alla bátana sem komu við sögu og farþegana sem fóru með þeim og gera þessi gögn aðgengileg á vefnum undir heitinu „Allir í bátana“.

Það er sannarlega vel til fundið að heiðra Ingiberg nú á gosafmæli. Verkefni hans og samstarfsfólks hans var frumlegt og fjölmargir Vestmanneyingar hafa bæði lagt hönd á plóginn og nýtt sér afraksturinn. Vitneskjan um bátana og fólkið sem sigldi með þeim nóttina afdrifaríku hefur hjálpað

...