Trump leitar mjög til hennar og hlustar á ráð hennar. Hún er eina manneskjan í innsta hring hans sem getur gagnrýnt hann án þess að hann bregðist illa við.
Melania er einstaklega glæsileg kona sem vekur athygli hvert sem hún kemur. Manneskjan sjálf er nokkur ráðgáta.
Melania er einstaklega glæsileg kona sem vekur athygli hvert sem hún kemur. Manneskjan sjálf er nokkur ráðgáta. — Mynd/Wikipedia

Donald Trump verður settur inn í embætti forseta Bandaríkjanna mánudaginn 20. janúar. Við hlið hans verður eiginkona hans Melania.

Melaniu hefur verið lýst sem ráðgátu. Stundum hefur verið dregin upp mynd af henni sem hjálparvana konu sem hafi engar sjálfstæðar skoðanir og sé viljalaust verkfæri í höndum eiginmanns síns. Um tíma bar nokkuð á hreyfingu sem kom fram undir slagorðinu „Free Melania“. Á baráttufundum kvenna mátti jafnvel sjá konur með skilti þar sem sjá mátti þessi orð. Sagt er að Melaniu hafi verið allnokkuð skemmt yfir herferðinni.

Melaniu hefur verið lýst sem kaldri og fjarlægri en þeir sem hafa átt töluverð samskipti við hana segja hana hlýja manneskju. Ævisagnaritari hennar segir hana gera hlutina eins og hún vilji gera þá, ekki eins og ætlast sé til af henni.

...