Sjónvarpsþættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur njóta mikilla vinsælda. Ekki fer þó hjá því að áhorfendur finni að ýmsu sem þeir álíta að betur mætti fara. Meðal annars hafa verið taldar upp tímaskekkjur, t.d
MR Hér áður fyrr þéruðust kennarar og nemendur.
MR Hér áður fyrr þéruðust kennarar og nemendur. — Morgunblaðið/Sverrir

Tungutak

Þórhallur Eyþórsson

tolli@hi.is

Sjónvarpsþættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur njóta mikilla vinsælda. Ekki fer þó hjá því að áhorfendur finni að ýmsu sem þeir álíta að betur mætti fara. Meðal annars hafa verið taldar upp tímaskekkjur, t.d. í málfarsefnum. Hér verður staldrað við í kennslustund hjá Hermóði latínukennara, sem Guðmundur Ólafsson leikur með ágætum. Vigdís varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og þá þéruðust kennarar og nemendur. Þéringum er alfarið sleppt í þáttunum og þykir sumum skjóta skökku við en aðrir telja eðlilegt að færa málsniðið til okkar tíma.

Þegar ég var í MR á áttunda áratugnum voru aðeins tveir kennarar sem þéruðu nemendur: Guðni rektor Guðmundsson sem kenndi ensku

...