Icelandair flutti um 4,7 milljónir farþega á síðasta ári, sem þýðir um þrjátíu þúsund ferðir. Hvert flug eyðir átta til tíu tonnum af jarðefnaeldsneyti, sem þýðir um 300 þúsund tonn á ári.
Fyrir utan þetta er mjög mikið notað af jarðefnaeldsneyti í bílaleigur fyrir ferðamenn og stóran hóp af hópferðabílum. Að auki er mikil mengun af fjölda skemmtiferðaskipa sem hringsóla um landið svo og mikilli eldsneytisnotkun hjá öðrum flugfélögum, til dæmis Play.
Þetta átti að verða allsherjarlausn þeirra sem vildu eitthvað annað en stóriðju fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Nú er þetta að verða mikið vandamál hjá okkur, sem lýsir sér í miklu álagi á vegakerfið, heilbrigðiskerfið og helstu náttúruperlur landsins.
Ferðaþjónustan er að verða eins og eiturlyfjanotandi; hún veit að þetta er óhollt en getur
...