Ég hringdi í leikarann eitt kvöldið og sagði: „Blessaður, heyrðu, sko, þú átt að deyja. Það er miklu flottara fyrir karakterinn þinn að við kveðjum hann á þennan hátt.“
Þórður sést hér leiðbeina leikurum á settinu. Við hlið hans er stórleikarinn Rory McCann.
Þórður sést hér leiðbeina leikurum á settinu. Við hlið hans er stórleikarinn Rory McCann. — Ljósmynd/Lilja Jóns

Hrollvekjan The Damned, eða Hinir fordæmdu eins og myndin gæti heitið á íslensku, er erlend framleiðsla en leikstjórinn Þórður Pálsson er alíslenskur. Hugmyndina hefur hann gengið lengi með í maganum og eftir margra ára ferli, mikla vinnu og dugnað er sagan hans loks komin á hvíta tjaldið. Myndin hefur nú þegar verið frumsýnd í Bretlandi og Bandaríkjunum og fengið lofsamlega dóma, meðal annars í New York Times. The Damned, sem er á ensku, leggst vel í Kanann og var hún tekjuhæsta nýja myndin um frumsýningarhelgina. Íslendingar fá svo að berja hana augum 30. janúar.

Sagan gerist í lok nítjándu aldar og segir af fólki í verbúð sem verður vitni að sjóslysi. Erfiðar ákvarðanir sem teknar eru í kjölfarið draga dilk á eftir sér með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Og hryllingi!

Erfið mórölsk spurning

...