„Ég hefi nú ekki vitað það betra,“ hafði Velvakandi í Morgunblaðinu eftir stúlku einni í ársbyrjun 1955 en hún hafði daginn áður hlotið harkalega byltu vestur í bæ. Hún datt sumsé á hálli og beinfrosinni götunni, og hjó sundur á sér hnéð …
Sokkar eru misgóðir. Þessir tengjast ekki fréttinni með beinum hætti.
Sokkar eru misgóðir. Þessir tengjast ekki fréttinni með beinum hætti. — Morgunblaðið/Þorkell

„Ég hefi nú ekki vitað það betra,“ hafði Velvakandi í Morgunblaðinu eftir stúlku einni í ársbyrjun 1955 en hún hafði daginn áður hlotið harkalega byltu vestur í bæ.

Hún datt sumsé á hálli og beinfrosinni götunni, og hjó sundur á sér hnéð næstum inn að beini – „það var ekkert minna!“ sagði Velvakandi.

„Hvað haldið þið þá með sokkana? Þeir hafa margir farið fyrir minna. En viti menn! Ekki sprák á þeim, hnéð sundurhöggvið – sokkurinn stráheill! Kraftaverk! Eða bara sokkar, sem segja sex?“

Á sömu blaðsíðu var fjallað um lagahöfundinn vinsæla Bob Merrill og fram kom að hann baðaði sig sex sinnum á dag í einu furðulegasta baðherbergi sem til væri í heiminum. „Baðkerið, sem er grafið niður í gólfið, rúmar sjálfsagt þrjá eða fjóra. Herbergið, sem að

...