Hvernig leikur maður goðsögn? Hvernig leikur maður goðsögn sem enn er á lífi og flestir jarðarbúar þekkja og hafa skoðun á? Frammi fyrir þessum spurningum stóð bandaríski leikarinn Timothée Chalamet meðan hann bjó sig undir hlutverk söngvaskáldsins…
Timothée Chalamet fékk góðan tíma til að búa sig undir hlutverkið.
Timothée Chalamet fékk góðan tíma til að búa sig undir hlutverkið. — AFP/Alberto E. Rodriguez

Hvernig leikur maður goðsögn? Hvernig leikur maður goðsögn sem enn er á lífi og flestir jarðarbúar þekkja og hafa skoðun á? Frammi fyrir þessum spurningum stóð bandaríski leikarinn Timothée Chalamet meðan hann bjó sig undir hlutverk söngvaskáldsins og nóbelsverðlaunahafans Bobs Dylans í kvikmyndinni A Complete Unknown.

„Leið mín inn var tónlistin,“ sagði hann í viðtali við útvarpsstöðina NPR. „Ég elska tónlist þessa manns. Þetta eru söngvar lífsins. Hann er einn merkasti bandaríski listamaður okkar tíma.“

Þegar hann tók verkefnið að sér bjóst Chalamet aðeins við að hafa fjóra mánuði til að búa sig undir hlutverkið. Þá skall á heimsfaraldur kórónuveirunnar og fjórir mánuðir urðu að fimm árum. Spurður hversu mikill léttir það hafi verið að fá þennan aukatíma „með“ Dylan, að hugsa

...