Það má fórna ansi mörgu til að gera líf barna gott og gleðiríkt. Það má líka endurskoða reglugerðir og gera alls kyns undantekningar til að gera barni kleift að fá góða læknisþjónustu
Emma litla kemst í nauðsynlega læknisaðgerð hér á landi en það þurfti sannarlega að berjast til að af því yrði. Góðar óskir fylgja henni.
Emma litla kemst í nauðsynlega læknisaðgerð hér á landi en það þurfti sannarlega að berjast til að af því yrði. Góðar óskir fylgja henni. — Mynd/Aðsend

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Erfitt er að ímynda sér að nauðsynleg læknisaðstoð sé höfð af þriggja ára gamalli stúlku. Um tíma stóð það þó til hér á landi. Fjölmiðlar hafa sagt frá Emmu litlu Portillo en foreldrar hennar, hælisleitendur frá Venesúela, komu með hana hingað til lands árið 2023. Fyrir tæpu ári fór Emma í mjaðmaskurðaðgerð hér á landi og svo stóð til að hún færi í aðra aðgerð þar sem fjarlægja átti plötu úr lærlegg hennar. Eftir þá aðgerð átti hún að vera undir stöðugu eftirliti sérfræðinga. Í íslensku samfélagi stóð sem sagt til að gera Emmu kleift að ná bata. Einmitt þannig á að standa að málum. Þá komu fréttirnar um að Útlendingastofnun hefði ákveðið að vísa fjölskyldunni úr landi, þannig að ekkert yrði úr aðgerðinni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir Emmu,

...