Sjónarhorn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Erfitt er að ímynda sér að nauðsynleg læknisaðstoð sé höfð af þriggja ára gamalli stúlku. Um tíma stóð það þó til hér á landi. Fjölmiðlar hafa sagt frá Emmu litlu Portillo en foreldrar hennar, hælisleitendur frá Venesúela, komu með hana hingað til lands árið 2023. Fyrir tæpu ári fór Emma í mjaðmaskurðaðgerð hér á landi og svo stóð til að hún færi í aðra aðgerð þar sem fjarlægja átti plötu úr lærlegg hennar. Eftir þá aðgerð átti hún að vera undir stöðugu eftirliti sérfræðinga. Í íslensku samfélagi stóð sem sagt til að gera Emmu kleift að ná bata. Einmitt þannig á að standa að málum. Þá komu fréttirnar um að Útlendingastofnun hefði ákveðið að vísa fjölskyldunni úr landi, þannig að ekkert yrði úr aðgerðinni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir Emmu,
...